Þórður Már í„sansa.is“ á heimvelli í viðtali á N4

Þórður Már Gylfason, eigandi sansa.is, var í viðtali í þættinum „Að Vestan“ á sjónvarpsstöðinni N4. Þar ræddi Hlédís Sveinsdóttir við aðalsansarann á Skaganum.

Þórður Már hefur komið sér upp frábærri aðstöðu til að kenna fólki að matreiða.

Hann hefur á undanförnum misserum leiðbeint fötluðum einstaklingum í matargerð. Þórður svo sannarlega á heimavelli í þessu flotta viðtali.