Hafsteinn „gleðigjafi“ fór á kostum á GrasTec golfmótinu

Kylfingar hafa nýtt hverja stund við frábærar haustaðstæður á Garðavelli á undanförnum vikum.

Í gær fór fram opið golfmót þar sem á fimmta tug keppenda léku 12 holur við bestu aðstæður.

GrasTec mótaröðin heldur áfram næstu tvær helgar.

Hafsteinn Þórisson, kylfingur úr Leyni, fékk millinafnið „gleðigjafinn“ í gær þar sem hann átti stórkostleg tilþrif sem gleymast seint.

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan hefur Hafsteinn átt betri daga á golfvellinum en ruslatunnuhöggið á 12. teig bar af í skemmtilegheitum.

Alexander Högnason sá um myndirnar í þessari skemmtilegu myndasyrpu frá golfhring Hafsteins Þórissonar.

Hafsteinn Þórisson.