Vökudagar 2017: Hvað er á dagskrá í dag og kvöld?

Það er nóg um að vera á Vökudögum, menningarhátíð Akraness 2017, í dag. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan eru fjölmargir viðburðir í gangi alla daga hátíðarinnar. Í dag hefst dagskráin í Akraneskirkju kl. 9:30, á Lesbókinni verða hádegistónleikar, opin vinnustofa í Samsteypunni, málþing um knattspyrnu, Vesturlandsslagur í körfubolta, opnun ljósmyndasýningar hjá Vitanum ljósmyndafélags, og tónleikar á Lesbókinni í kvöld – og Halloween dagar í Dularfullu búðinni.