Arnór í U-19 ára landsliði Íslands – mætir Englandi í undankeppni EM

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, er í U19 ára landsliðinu sem Þorvaldur Örlygsson fyrrum þjálfari ÍA hefur valið fyrir undankeppni EM. Ísland leikur þrjá leiki í Búlgaríu á tímabilinu 8.-14. nóvember. Skagamaðurinn Dean Martin verður aðstoðarþjálfari U-19 ára liðsins í þessu verkefni.

Í 8. riðli keppninnar eru auk íslenska liðsins, Búlgaría, England og Færeyjar. Fyrsti leikurinn er gegn heimamönnum í Búlgaríu 8. nóvember, gegn Englandi 11. nóvember og lokaleikurinn er gegn Færeyjum 14. nóvember.

Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil sem verður leikinn næsta vor og lokakeppni mótsins verður svo í Finnlandi í júlí 2018.

Íslenski hópurinn þannig skipaður:

Jónatan Ingi Jónsson (AZ Alkmar), Aron Kári Aðalsteinsson (Breiðablik), Davíð Ingvarsson (Breiðablik), Stefan Alexander Ljubicic B(righton), Ísak Atli Kristjánsson (Fjölnir), Torfi T. Gunnarsson (Fjölnir), Atli Hrafn Andrason (Fulham), Kolbeinn Birgir Finnsson (Groningen), Arnór Sigurðsson (IFK Norrköping), Aron Dagur Birnuson (KA), Daníel Hafsteinsson (KA), Ísak Óli Ólafsson (Keflavík), Ástbjörn Þórðarson (KR), Oliver Dagur Thorlacius (KR), Guðmundur Andri Tryggvason (KR), Alex Þór Hauksson (Stjarnan), Kristófer Ingi Kristinsson (Willem II), Aron Birkir Stefánsson (Þór).