Nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi náðu frábærum árangri á Þrekmóti framhaldsskólanna sem fram fór í Digranesi í Kópavogi nýverið.
Sveit FVA endaði í öðru sæti eftir hörkubaráttu um sigurinn gegn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. FS kláraði þrautirnar á 21:47 mín. en FVA var 15 sekúndum á eftir á tímanum 22:02 mín. Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ varð þriðji á 29:38 mín.
Sveit FVA: Efri röð frá vinstri:
Marvin Daði Ægisson, Eiður Andri Guðlaugsson, Karólína Andrea Gísladóttir og Linda María Rögnvaldsdóttir.
Keppnisgreinarnar á Þrekmóti framhaldsskólanna eru eftirfarandi:
#1. 1 km útihlaup
Allir í liðinu hlaupa og má byrja í þraut #2 um leið og síðasti hlauparinn klukkar liðsmanninn sem byrjar í þraut#2.
#2. G2OH með lóðaskífu (ground to overhead)
60 endurtekningar, KK með 15 kg og KVK með 10 kg.
Æfing hefst með skífunni á gólfinu. Lyfta skal skífunni með báðum höndum upp fyrir höfuð. Líkami skal vera í lóðréttri stöðu með mjaðmir opnar og hendur beinar fyrir ofan höfuð, gagnauga þarf að koma auðsjáanlega fram fyrir hendur. Þegar skífa snertir aftur gólf er endurtekningu lokið. DROPP ER ÓHEIMILT. Báðar hendur skulu halda um skífu þegar hún snertir gólfið til að endurtekning telji, gildir þar sama hvort sem um síðustu endurtekningu er að ræða eða endurtekningu áður en hvíld er tekin séu allar endurtekningarnar ekki teknar í einni lotu.
#3. HRPU yfir línur (hand release push up)
KK x 45stk, KVK x 35stk.
2 límbandslínur eru í gólfinu, 5 cm breiðar. 30 cm eru á milli innri brúna á línunum.
Æfingin byrjar í Armbeygjustöðu vinstramegin við línurnar. Hægri lófi skal vera yfir límbandinu sem er vinstramegin (eða vinstramegin við það). Armbeygja skal tekin og báðum lófum skal lyft frá gólfi í neðri stöðu, svo er líkama lyft í beinni línu og rétt úr höndum. Hliðarfærsla skal gerð á lófum og tám ( í efri stöðu). Þegar komið er með vinstri lófa á límbandið hægramegin(eða hægra megin við límbandið er endurtekningu lokið. Ekki er leyfilegt að fara með hné í gólf í hliðarfærslunni, sé það gert þá telur endurtekningin ekki.
#4. Róður (er góður)
KK = 900 m
KVK = 800m
Keppandi ber ábyrgð á að kveikja á Róðravél. Ekki má byrja að róa fyrr en sest er og báðir fætur komnir í fótstig. Leggja skal haldfang í festingar. Sé haldfangi sleppt skal róa auka 50 m. Ekki má stíga úr Róðravél fyrr en fullri vegalengd er náð.
#5. Niðurtog
70 endurtekningar, KK með 40 kg og KVK með 25 kg.
Æfingin er gerð í sérsmíðuðu tæki, ekki með vír.
Byrjað er með hendur beinar í efri stöðu, bak má vera líti hallandi. toga skal niður þannig að hnefar séu greinilega komnir niður fyrir höku. Ekki er leyfilegt að sveifla baki til. Rétta skal úr höndum í efri stöðu til að endurtekning telji, sama gildir um síðustu endurtekningu. Rétta skal alveg úr höndum ÁÐUR en haldföngum er sleppt, að öðrum kosti skal taka auka endurtekningu.
#6. Hnébeygjuhopp á palli
60 endurtekningar.
Æfingin byrjar standandi upp á 25 cm REEBOK palli. Hoppað er sundur með fætur niður af pallinum með pallinn milli fóta. Rass þarf að snerta pallinn AUÐSJÁANLEGA og hoppa skal aftur upp með fætur samsíða. Ekki er leyfilegt að stíga upp á pallinn, til að endur tekning telji þarf rass að snerta pallinn í neðri stöðu oh hoppa skal upp.
#7. Dekkjavelta + hopp.
6 metrar eru á milli lína í gólfi. Farið er 8 umferðir.
Velta skal dekkinu yfir þessa 6 metra, dekkið skal fara allt yfir línuna. Sé dekk á línu þá má ýta því síðust cm þar til það er komið augljóslega yfir línuna, þá skal hoppa jafnfætis ofan í dekkið og aftur upp úr dekkinu. Því næst er snúið við og farið til baka. Passið að gleyma ekki hoppunum í síðustu umferðinni. Velta skal dekkinu, ekki er leyfilegt að kasta dekkinu.
#8. Assault Bike
KK 50 cal, KVK 40 cal.
Keppandi ber ábyrgð á að stilla hnakk. Ekki er leyfilegt að stíga af hjóli fyrr en fullum cal fjölda er náð, ekki er leyfilegt að snar stoppa þegar cal fjöldi er kominn vegna bilanahættu.
#9. Framstigsganga með lóðaplötu ofan höfuð
KK með 15 kg og KVK með 10 kg.
Línur eru í gólfi með 7 metra millibili. Farið er 8 ferðir.
Byrjað er fyrir aftan línu með hendur beinar fyrir ofan höfuð. Stigið er stórt skref fram og aftara hné skal snerta gólf og skal tekið fullt framstig yfir línu og þá snúið við.
#10. Bekkpressa
60 endurtekningar, KK með 35 kg og KVK með 20 kg.
Keppandi ber sjálfur ábyrgð á að sækja stöng og skila henni. Byrja skal með hendur beinar uppi, stöng skal fara niður beint á brjóst og rétta skal úr höndum í efri stöðu. EKKI er leyfilegt að gera “þröngar-eða þríhöfðapressur”. Olnbogar skulu vera 50-90 gráður út frá búk. Rétta skal úr báðum höndum áður en stöng er sett í rekkan til að endurtekning gildi, sama hvort stoppað er á milli áður en 60 endurtekningum er náð eða í síðustu endurtekningu.