Heitasti fyrirlesari landsins hrósar nemendum á Akranesi

Pálmar Ragnarsson, er einn vinsælasti fyrirlesari landsins um þessar mundir. Pálmar, sem er yfirþjálfari yngri flokka hjá körfuknattleiksdeild Vals hrósar nemendum á Akranesi í hástert á fésbókarsíðu sinni. Pálmar var nýverið í heimsókn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og í Grundaskóla. „Þessi var nú

„Þessi var nú með þeim skemmtilegri! Þvílíkt sem Akranesbær er að skila af sér flottum og lífsglöðum unglingum. Það kom þeim mikið á óvart þegar ég sagði þeim að á þeirra aldri hafi ég ekki einu sinni þorað að standa upp og segja nafnið mitt – en margt getur breyst ef maður ákveður að láta vaða og gerir það sem maður er hræddur við,“ skrifa Pálmar m.a. um fyrirlesturinn í Grundaskóla.

„Hitti þetta frábæra unga fólk áðan á forvarnardögum Fjölbrautaskólans á Akranesi og við ræddum saman um mikilvægi þess að hafa góð áhrif hvort á annað, hvernig við getum saman séð til þess að allir upplifi sem þeir skipti máli í hópnum og fleira. Þau hlustuðu bara nokkuð vel og það er aldrei að vita nema að þetta skilji eitthvað jákvætt eftir sig,“ segir Pálmar um fyrirlesturinn í FVA.


x