Sundmennirnir Ágúst Júlíusson og Sævar Berg Sigurðsson náðu fínum árangri á alþjóðlegu sundmóti sem fram fór í Noregi um helgina. Mótið var hluti af undirbúningi þeirra fyrir Íslandsmótið í 25 metra laug sem fram fer 17.-19. nóvember.
Ágúst náði m.a. bestu tímum ársins hjá Íslending í 50 metra flugsundi og 100 metra flugsundi. Hann endaði í 8. sæti í 50 metra flugsundi á tímanum 24.73 sek, og 56.24 sek. í 100 metra flugsundi þar sem hann varð 12. Ágúst bætti tíma sína töluvert frá síðasta móti í þessum greinum.
Sævar Berg átti einnig góða helgi. Hann var að reyna á nýja tækni hjá sèr í sundunum og góðar framfarir hjá honum þessa dagana.