Valdís Eva með tímamótastökk á vel heppnuðu stökkfimimóti

Valdís Eva Ingadóttir skrifaði nýjan kafla í fimleikasöguna á Akranesi á stökkfimimóti sem fram fór í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Stökkfimimótið var á vegum Fimleikasambandsins og tóku nokkur hundruð keppendur þátt víðsvegar af landinu.

Valdís Eva gerði sér lítið fyrir og framkvæmdi erfitt stökk sem á fagmálinu kallast „tvöfalt heljar stökk með beinum líkama og hálfri skrúfu.“ Myndband af stökkinu má sjá hér fyrir neðan.

Árangur keppenda úr FIMA var að venju góður og hér fyrir neðan eru myndir frá stökkmótinu frá útsendara skagafrettir.is.