Aníta Sól fagnaði sigri í Sun Belt riðlinum í Bandaríkjunum

Aníta Sól Ágústsdóttir, leikmaður ÍA, hefur gert það gott á sínu fyrsta ári sem leikmaður bandaríska háskólaliðsins Southern Alabama. Liðið er komið í 32-liða úrslit í efstu deild NCAA eftir sigur skólans í Sun Belt riðlinum.

Eins og áður segir tekur nú við úrslitakeppni þar sem 32 skólar keppa um að komast alla leið í úrslitaleikinn. Florida og Southern Alabama leika í 1. umferð föstudaginn 10. nóvember n.k.

Hér má lesa viðtal við Anítu Sól sem birt var fyrr á þessu ári.