Sjórinn flæðir nánast upp á bryggju í Akraneshöfn

Sjávarstaðan í Akraneshöfn hefur verið með mesta móti á undanförnum dögum. S.l. sunnudag þegar óveður gekk yfir SV-horn landsins var sjávarstaðan í hámarki að morgni til en þá fór sjórinn hæst í 4,82 metra í Akraneshöfn. Síðar um kvöldið þegar óveðrið var í hámarki var sjávarstaðan í 4.59 metrum.

Í morgun, þegar þessar myndir voru teknar í veðurblíðunni var sjávarstaðan í 4,41 metrum eða 40 cm. lægra en þegar mest var s.l. sunnudag.

Nánar á vef Faxaflóahafna: