Jakob Svavar úr Dreyra knapi ársins 2017

Skagamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson úr hestamannafélaginu Dreyra fékk stærstu viðurkenninguna á uppskeruhátíð Landssambands Hestamannafélaga í byrjun nóvember. Uppskeruhátíðin fór fram á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Jakob Svavar var kjörinn knapi ársins 2017 og einnig íþróttaknapi ársins 2017. Þar að auki fékk hann tilnefningar í tveimur öðrum flokkum. Árangur Jakobs á árinu 2017 er frábær en hann varð m.a. heimsmeistari í tölti á HM íslenska hestsins.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar á uppskeruhátíðinni:

Efnilegasti knapi ársins: Máni Hilmmarsson , Skugga
Íþróttaknapi ársins: Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra.
Gæðingaknapi ársins: Daníel Jónsson, Spretti.
Skeiðknapi ársins: Guðmundur Björgvinsson, Geysi.
Kynbótaknapi ársins: Daníel Jónsson, Spretti.
Knapi ársins: Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra.
Keppnishestabú ársins: Litla Brekka.

LH veitti Jóni Alberti Sigurbjörnssyni heiðursverðlaun fyrir áralanga aðkomu hans að málefnum íslenska hestsins um allan heim.

Félag hrossabænda verðlaunaði ræktunarbú ársins og þann heiður hlaut ræktunarbúið Efsta-Sel. Heiðursverðlaun félags hrossabænda hlaut Magnús Einarsson í Kjarnholtum