Sunnuhvoll myndasyrpa: Ótrúlegar breytingar hjá Óla Palla útvarpsmanni

Fyrir þremur árum eða í nóvember árið 2014 keyptu hjónin Ólafur Páll Gunnarsson og Stella María Arinbjargardóttir húsið Sunnuhvoll á Akranesi. Húsið var byggt árið 1910 og er því 107 ára gamalt.

„Óli Palli og Stella María“ hafa unnið hörðum höndum við endurbætur á húsinu með aðstoð margra góðra vina og fjölskyldumeðlima. Hér fyrir neðan er myndasyrpa frá síðustu þremur árum þar sem stiklað er á stóru í endurbyggingarferlinu.

Á næstu dögum mun fjölskyldan flytja tímabundið inn í Sunnuhvoll sem verður í framtíðinni gistiheimili fyrir ferðamenn á Akranesi. Næsta verkefni hjá þeim hjónum er að flytja í hús á Víðigerði sem þau keyptu fyrir skemmstu. Víðigerði er í næsta nágrenni við Sunnuhvoll en ætlunin er að gera örlitlar endurbætur á því húsi áður en flutt verður inn.

Eins og sjá má á myndunum hefur grettistaki verið lyft. Sunnuhvoll er glæsileg bæjarprýði við Akratorgið. Við hér á skagafrettir.is óskum Óla Palla og Stellu Maríu innilega til hamingju með endurbæturnar á Sunnuhvoli og bjóðum þau velkomin á ný á æskustöðvarnar á Akranes.

Svona var staðan þegar Óli Palli festi kaup á Sunnuhvolnum í nóvember 2014.

Þannig var staðan á 17. júní árið 1961 að því talið er.

Eins og sjá má var Sunnuhvoll illa útlítandi og margt sem þurfti að laga fyrir nýja eigendur.

Sunnuhvoll var byggt árið 1910 og en hægri hluti hússins er viðbygging sem kom síðar.

Húsið stendur við Skólabraut 33.

Hér er byrjað að rífa gamla bárujárnið af Sunnuhvolnum

Byrjað að rífa glugga og nýtt þakjárn komið á Sunnuhvolnum.


Fjölskylda og vinir Óla Palla og Stellu Maríu hafa lagt mikið í púkkið í endurbótunum.

Það var margt sem kom í ljós þegar byrjað var á endurbótunum og húsgrunnurinn var illa farinn á nokkrum stöðum.


Nýtt járn komið á Sunnuhvoll og nýir gluggar á leiðinni í húsið.

Gamlar svalir voru á húsinu og voru þær rifnar niður,

Hér er komin mynd á nýjar svalir þar sem útsýnið yfir Akratorgið er einstakt.

Sturri „yfirmaður“ framkvæmda tekur hér út verkefnið á svölunum.

Hér er byrjað að rífa niður tröppur við vesturhlið Sunnuhvols. Múrviðgerðir standa yfir á húsgrunni.

Nýr pallur var smíðaður eftir að búið var að rífa niður gömlu steintröppurnar. Fyrir neðan má sjá mynd af húsinu áður en pallurinn var smíðaður og nýtt járn var komið á.

Óli Palli setti gluggana í sjálfur og hann notaði „forna“ aðferð við þá framkvæmd.

Hér er verið að ganga frá við innganginn í kjallarann en nýjar tröppur voru steyptar og múrveggur brotinn niður.


Hér er búið að mála grunninn og nýju svalirnar. Gríðarleg breyting á húsinu.

Það er óhætt að segja að allt hafi verið tekið í gegn innandyra á Sunnuhvolnum. Gólfin voru m.a. pússuð upp og 107 ára gamall viður úr ýmsum áttum einkennir húsið. Eins og sjá má var mikil vinna lagt í þetta verkefni allt eins og sjá má á þessum myndum.

Þannig leit efri hæðin út þar sem gengið er út á svalirnar í austurátt þegar framkvæmdir hófust.

Hér er búið að rífa niður ýmislegt og taka af gólfið sem var ofaná gamla gólfinu.

Á efri hæðinni var nánast allt rifið niður úr veggjum og einangrað upp á nýtt.

Og áfram var haldið að rífa niður og undirbúa endurbygginguna.

 

Það gekk ýmislegt á eins og sjá má á þessum risastóra steypuklump sem kom í ljós á efri hæðinni.

Svona leit neðri hæðin út en þessi hluti hússins snýr í suður eða út á Akratorgið.

Hér er byrjað að rífa niður á neðri hæðinni.

Stiginn er „hjarta Sunnuhvolsins“ og hér er hann fokheldur og sér fram á nýja og bjartari tíma.


Hér er aðeins komin mynd á eldhúsið sem snýr í norður á Sunnuhvolli.

Uppbyggingin á efri hæðinni er hér byrjuð.

Hér er horft til norðurs í viðbyggingunni sem er austan við Sunnuhvoll.

Gólfin er upprunaleg á Sunnuhvoldinu og þau voru svona útlítandi þegar Ólafur og félagar hófu endurbætur á húsinu.