Eru skagafrettir.is á bannlista í Norður-Kóreu?

Frá því að skagafrettir.is fór í loftið á veraldarvefnum 10. nóvember 2016 hafa tugþúsundir gesta komið í heimsókn á bæjarfréttavefinn á Akranesi. Á skagafrettir.is er stuðst við gögn frá Google Analytics varðandi heimsóknir, síðuflettingar og innlit – og ýmsa aðra hluti.

Í ársuppgjöri skagafrettir.is sem mun standa yfir fram að áramótum kemur í ljós að jákvæðar fréttir frá Akranesi fara víða.

Lesendur skagafrettir.is voru staðsettir í 108 mismunandi löndum – flestir þeirra  á Íslandi en þar fékk vefurinn tæplega 205.000 innlit. Danmörk og Noregur komu þar næst með rúmlega 3.000 innlit og það sama var uppi á teningnum í Bandaríkjunum.

Þegar rýnt er nánar í gögnin koma áhugaverðir hlutir í ljós. Skagafrettir.is á dygga lesendur í framandi löndum á borð við Arúba, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Filippseyjum og Fijí. Fréttirnar fara með miklum hraða til landa á borð við Japan, Svalbarða, Færeyja, Kanada, Suður-Súdan og Rúanda.

Það er greinilega verk að vinna að koma skagafrettir.is á kortið í Norður-Kóreu en 12 innlit komu frá grannríkinu Suður-Kóreu. Máttur internetsins er því mikill eins og sjá má á þessari upptalningu hér fyrir neðan.

Um er að ræða lista yfir þau lönd þar sem lesendur litu inn á skagafrettir.is og fjölda innlita á 12 mánaða tímabili. Bláu löndin á kortinu hér fyrir neðan eru löndin þar sem fréttavefurinn skagafrettir.is hefur komið við sögu á s.l. 12 mánuðum.

Ísland: 204,998

Danmörk: 3,314

Noregur: 3,284

Bandaríkin: 2,854

Svíþjóð: 1,906

Spánn: 1,373

Bretland: 1,097

Þýskaland: 562

Holland: 366

Kanada: 309

Frakkland:179

Rússland: 164

Írland: 132

Belgía: 112

Pólland: 106

Færeyjar: 98

Ítalía: 94

Slóvakía: 82

Finnland: 81

Ungverjaland: 77

Ástralía: 74

Sviss: 74

Taíland: 72

Filippseyjar: 62

Grikkland: 58

Tyrkland: 58

Mexíkó: 57

Austurríki: 56

Lúxemborg: 44

Portúgal: 44

Japan: 43

Víetnam: 43

Brasilía: 33

Eistland: 28

Ísrael: 28

Malasía: 28

Singapúr: 28

Tævan: 28

Úkraína: 25

Sádi-Arabía: 24

Tékkland: 23

Indónesía: 23

Suður-Afríka: 23

Georgía: 21

Nýja-Sjáland: 21

Búlgaría: 20

Króatía: 18

Bahamas: 16

Marokkó: 15

Kambódía: 13

Malta: 13

Níkaragúa: 13

Suður-Kórea: 12

Indland: 11

Arúba: 10

Hong-Kong: 10

Perú: 10

Slóvenía: 10

Sameinuðu arabísku furstadæmin: 10

Litháen: 9

Rúanda: 9

Lettland: 8

Serbía: 8

Rúmenía: 7

San Marínó: 7

Grænland: 6

Katar: 6

Aserbaídsjan: 5

Kýpur: 5

Ekvador: 5

Jórdanía: 5

Argentína: 4

Kína: 4

Egyptaland: 4

Kosta-Ríka: 3

Kenía: 3

Svalbarði: 3

Bosnía: 2

Chile: 2

Dóminíska lýðveldið: 2

Laos: 2

Líbanon: 2

Máritíus: 2

Montserrat: 2

Nepal: 2

Nígería: 2

Suður-Súdan: 2

Tanzania: 2

Albanía: 1

Antígva og Barbúda: 1

Bahrain: 1

Cayman: 1

Kolumbía: 1

Kóngó: 1

Fijí: 1

Kasakstan: 1

Liechtenstein: 1

Makedónía: 1

Malawi: 1

Mosambík: 1

Myanmar / Burma: 1

Óman: 1

Púertó-Ríkó: 1

Sierra Leone: 1

Sri Lanka: 1

Tajikistan: 1

Túnis: 1

Úganda: 1