Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er þessa dagana við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brighton. Ísak Bergmann er fæddur árið 2003 og er á yngra ári í þriðja flokki Skagamann. Frá þessu er greint á fotbolti.net.
Með honum í för er Ari Sigurpálsson leikmaður HK en hann er einnig fæddur árið 2003. Ísak Bergmann hefur farið í heimsóknir til liða á borð við Ajax í Hollandi, Everton á Englandi og nú Brighton.
Íslendingarnir fá tækifæri að sýna hvað í þeim býr í æfingaleik gegn stórliði Chelsea en sá leikur fer fram á laugardaginn.