Unga fólkið á Akranesi tók völdin á bæjarstjórnarfundi Akraness sem fram fór í gær. Þar voru átta aðilar sem fluttu framsögur sínar á fundinum um ýmis málefni sem brenna á ungu fólki á Akranesi. Eins og gefur að skilja var komið víða við í framsögum þeirra sem tóku þátt í fundinum. Hrós, ábendingar og lausnir voru rauði þráðurinn í ræðum unga fólksins – en ræðurnar má lesa hér fyrir neðan.
Jón Hjörvar Valgarsson flutti erindi sem Ísak Örn Elvarsson ætlaði að flytja fyrir hönd nemendafélags Grundaskóla. Ísak Örn var veikur en Jón Hjörvar flutti hans mál. Ísak Örn hrósaði m.a. Akraneskaupstað fyrir að útvega námsgögn fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu og hann ræddi einnig um kosti rafrænnar miðlunar kennslugagna í Grundaskóla. Endurnýjum húsgagna í Grundaskóla kom einnig við sögu í ræðu Ísaks og á óskalistanum í skólanum er að Akraneshöllin verði hituð upp.
Ræðu Ísaks má nálgast hér fyrir neðan:
Selma Dögg Þorsteinsdóttir talaði fyrir hönd Arnardalsráðs. Selma hrósaði starfsfólki Arnardals, sem eru alltaf hress og vilja spjalla við gesti. Arnardalsráðið óskar eftir meiri opnunartíma Arnardals – sérstaklega á föstudögum og hafa opið um helgar.
Ræðu Selmu má nálgast hér fyrir neðan:
Aron Kristjánsson kom fram fyrir hönd nemendafélags Brekkubæjarskóla. Í ræðu Arons kom m.a. fram að hann ætlar svo sannarlega að efna kosningaloforðin frá því hann bauð sig fram í embætti formanns. Setustofu í Brekkubæjarskóla á að gera upp, skreyta skólann og gera hann líflegri. Aron lagði það til að nýta ætti sköpunarkraft nemenda meira en gert er.
x
Ræðu Arons má nálgast hér fyrir neðan:
Gylfi Karlsson kom fram fyrir hönd Arnardalsráðs. Gylfi hrósaði Grundaskóla fyrir frábært framlag sem móðurskóli umferðarkennslu. Gylfi hvatti nemendur og starfsmenn að koma gangandi eða á hjóli í Grundaskóla. Tölvumál í Brekkubæjarskóla var ofarlega í ræðu Gylfa og hvatti hann til þess að þar yrði gerð bragarbót á.
Ræðu Gylfa má nálgast hér fyrir neðan:
Birta Björgvinsdóttir kom fram fyrir hönd Hvíta húss ráðs. Birta hrósaði fyrir þá góðu aðstöðu sem væri til staðar fyrir gesti Hvíta Hússins, sem stuðlaði þar með að góðu félagslífi og skemmtilegri dagskrá.
Ræðu Birtu má nálgast hér fyrir neðan:
Guðjón Snær Magnússon kom fram fyrir hönd nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands. Guðjón lýsti því að hann væri nýfluttur á Akranes og hvatti hann Skagamenn til þess að vera stolt af bænum sínum. Hann benti á að ýmislegt kæmi á óvart við Akranes og nefndi þar íþróttahúsið við Vesturgötu. „Það er ótrúlegt að það sé hægt að stunda íþróttir á borð við
keilu, box, klifur, líkamsrækt, kraftlyftingar og skotfimi í kjallaranum á þessu risavaxna íþróttahúsi.“
Ræðu Guðjóns má sjá hér fyrir neðan:
Elísa Eir Ágústsdóttir kom fram fyrir Hvíta húss ráðið: Elísa ræddi um frábæra bæjarviðburði á borð við Írska daga, Vökudaga og Leitina að jólsveininum í Skógræktinni. Hún hrósaði bænum fyrir hversu vel sé hugsað um fatla í skólakerfinu – þá sérstaklega í Brekkubæjarskóla og starfsbrautina í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Ræðu Elíu má nálgast hér fyrir neðan:
Jón Hjörvar Valgarsson úr ungmennaráði og áheyrendafulltrúi í skóla og frístundaráði var síðastur á mælendadagskrá fundarins. Jón hvatti bæjarfulltrúa til þess að huga að því að gera Akranes að valkosti til búsetu fyrir ungt fólk sem stundar háskólanám á Höfuðborgarsvæðinu.
„Hér eru kjör aðstæður til uppbyggingu á stúdentagörðum eða lítilla
leiguhúsnæða. Með komu möguleika á að búa og starfa hér með námi hættum að
missa efnilegt ungt fólk og enn frekari uppbygging getur átt sér stað hér á
Akranesi. Byggjum upp Akranes sem mögulegan áfangastað háskólanema,“ sagði Jón Hjörvar m.a. í ræðu sinni.
Ræðu Jóns Hjörvars má nálgast hér fyrir neðan: