Óskin rættist strákar! – þið eruð á skagafrettir.is

„Hæ viltu taka mynd af okkur?,“ sögðu þessir ungu drengir við ljósmyndara skagafrettir.is á dögunum þegar Árgangamót ÍA fór fram. „Ertu frá einhverju blaði og komum við í því ef þú tekur mynd,?“ bættu þeir við.

Satt best að segja steingleymdist að spyrja þessa ungu Skagamenn um nafn og hverra manna þeir væru.

Ljósmyndarinn var annars hugar á þessum tíma, líklega leiður yfir því hversu lítið hann fékk að spila með gullaldarliði +68 árgangsins. Það er önnur saga og lengri.

Að sjálfsögðu var tekin mynd og þeir eru því komnir í fréttirnar á skagafrettir.is. Gott væri ef þið gætuð aðstoðað okkur við að fá nöfnin á þessum köppum.

Uppfært:  Lesendur skagafrettir.is voru ekki lengi að finna út þessu. Frá vinstri:  Jökull Sindrason (foreldrar eru Sindri Birgisson og Aldís Pálsdóttir) í miðjunni er Ernir Leví Heimisson (foreldrar Heimir Berg og Rut Ragnarsdóttir) og til hægri er Birkir Hrafn Theodórsson (foreldar Theodór Hervarsson og Kristrún Dögg Marteinsdóttir).