Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson heldur áfram að sýna frábæra takta sem framherji norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Landsliðsmaðurinn er í liði ársins hjá norska netmiðlinum Nettavisen.
Björn lauk frábæru tímabili með því að skora bæði mörk Molde í 2:2 jafntefli gegn Sarpsborg í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Hann skoraði alls 16 mörk var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, var með Björn í öðru sæti í einkunnagjöf tímabilsins.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin tvö sem Björn skoraði í lokaleiknum á tímabilinu.
Best player of Eliteserien in Norway 2017? @bsigurdarson scored both goals of @Molde_FK when they secured 2nd place in the league & Europe in 2018. 🇮🇸⚽️⚽️👏 #TeamTotalFootball pic.twitter.com/uSVxJY4yd7
— Total Football (@totalfl) November 27, 2017