Björn Bergmann fékk bronsskóinn í Noregi – sjáðu mörkin

Skagamaðurinn Björn Berg­mann Sig­urðar­son heldur áfram að sýna frábæra takta sem fram­herji norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Landsliðsmaðurinn er í liði árs­ins hjá norska net­miðlin­um Netta­visen.

Björn lauk frábæru tíma­bili með því að skora bæði mörk Molde í 2:2 jafn­tefli gegn Sarps­borg í lokaum­ferð norsku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu í gær. Hann skoraði alls 16 mörk var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, var með Björn í öðru sæti í einkunnagjöf tímabilsins.

Hér fyrir neðan má sjá mörk­in tvö sem Björn skoraði í lokaleikn­um á tímabilinu.

Best player of Eliteserien in Norway 2017? @bsigurdarson scored both goals of @Molde_FK when they secured 2nd place in the league & Europe in 2018. 🇮🇸⚽️⚽️👏 #TeamTotalFootball pic.twitter.com/uSVxJY4yd7

— Total Football (@totalfl) November 27, 2017