Hallbera Guðný samdi við Val – vill vera með sínu fólki

Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir samdi á dögunum við Val og mun hún leika með liðinu næstu þrjú árin. Hallbera kemur til liðsins frá Svíþjóð eftir eins árs veru hjá Djurgården í Stokkhólmi. Í viðtali við mbl.is segir Hallbera að það hafi togað í hana að komast inn á vinnumarkaðinn á Íslandi – en hún ætlar sér samt sem áður stóra hluti í fótboltanum á næstu árum.  Hallbera segir í viðtalinu að hún sjái það ekki fyrir sér að fara á ný í atvinnumennsku en hún hefur m.a. leikið í Svíþjóð og Ítalíu.

„Þessi tími minn ytra var góður en nú er ég kom­in með fasta vinnu og þarf að velta fyr­ir mér framtíðinni, líf­inu sem tek­ur við þegar farið er að stytt­ast í fót­bolta­ferl­in­um. Ég er spennt fyr­ir að koma heim og vera meira með mínu fólki,“ segir Hallbera í viðtali við mbl.is.

Hún á 90 landsleiki að baki og verður í aðalhlutverki með liðinu í undankeppni HM en sú keppni er næsta verkefni landsliðsins.

„Mark­miðið er halda áfram af krafti með landsliðinu. Ef við höld­um rétt á spil­un­um þá get­ur eitt­hvað skemmti­legt gerst sem mig lang­ar að vera þátt­tak­andi í.“