Laufey María með sjö verðlaun á Íslandsmótinu

Skagakonan Laufey María Vilhelmsdóttir náði frábærum árangri á Íslandsmóti fatlaðra í sundi sem fram fór um s.l. helgi í Laugardalslaug. Laufey er 21 árs gömul og hún hefur æft með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík að undanförnu.

Á Íslandsmótinu keppti Laufey María í 6 einstaklingsgreinum og þremur boðsundum með félögum sínum úr ÍFR. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til fimm verðlauna í einstaklingsgreinum og alls fékk hún sjö verðlaun á mótinu – þar af ein gullverðlaun.

Laufey María fékk þrenn silfurverðlaun en þau fékk hún í 50 m. skriðsundi, 400 m. skriðsundi og 50 m. baksundi. Hún bætti síðan tvennum bronsverðlaunum í safnið í 100 m. baksundi, og 200 m. skriðsundi. Þar að auki var Laufey í sigursveit ÍFR í 4 x 50 metra fjórsundi og hún vann einnig til silfurverðlauna með ÍFR í 4 x 50 metra skriðsundi.

Við segjum bara, til hamingju með árangurinn Laufey María, vel gert.

Laufey María Vilhelmsdóttir.
Laufey María Vilhelmsdóttir.