SkagaTV: Ávaxtaræktun blómstrar hjá Jóni á Skaganum

Jón Þórir Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi er einn af frumkvöðlum landsins í ávaxtaræktun.

Jón Þórir hefur gert ýmsar tilraunir í garðinum hjá sér við Vesturgötuna og eplatré frá Jóni er að finna í mörgum görðum á Skaganum. Hlédís Sveinsdóttir var með innslag um ræktunina hjá Jóni í þættinum „Að Vestan“ á sjónvarpsstöðinni N4 og hér má sjá það í heild sinni.