Fjör í veitingabransanum – Lesbókin til sölu og nýr aðili í Vitakaffi

Það er mikil hreyfing í veitingahúsabransanum á Akranesi þessa dagana – góð tækifæri fyrir áhugasama aðila að hasla sér völl á því sviði.   Kaffihúsið Lesbókin Café við Akratorg er auglýst til sölu á hjá fasteignasölunni Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf „Tilvalið tækifæri fyrir samhenta aðila,“ segir í auglýsingunni.

Á undanförnum misserum hefur Lesbókin Café unnið jafnt og þétt á hjá Skagamönnum og þeim ferðamönnum sem leggja leið sína á Akranes.

„Kaffihúsið er staðsett við Akratorg á besta stað í miðbænum við helstu verslunargötu bæjarins. Kaffihúsið er í flottu leiguhúsnæði. Stórir gluggar og gott aðgengi. Leyfi fyrir útiborðum á góðviðrisdögum.“


Það eru fleiri tíðindi úr veitabransanum á Akranesi. Töluverðar breytingar eru á döfinni hjá Vitakaffi við Stillholt. Steinþór Árnason veitingamaður sem rekið hefur 19 holuna í golfskála Leynis hefur samkvæmt heimildum keypt reksturinn.  

Steinþór Árnason og Guðmundur Sigvaldason framvkæmdastjóri Leynis.

Vitakaffi hefur á undanförnum misserum verið með lifandi tónlist með reglulegu millibili.

Um næstu helgi skemmtir t.d. hin eini sanni Hlynur Ben í Vitakaffi.