Þrír ungir og efnilegir leikmenn úr ÍA fóru í morgun til Danmerkur með Sigurði Jónssyni þjálfara þeirra. Drengirnir æfa þar með Brøndby í Kaupmannahöfn og leika einn æfingaleik með liðinu.
Strákarnir heita Ísak Bergmann Jóhannesson (2003), Hákon Arnar Haraldsson (2003) og Jóhannes Breki Harðarson (2004) en þeir voru allir í íslenska U-15 ára landsliðinu sem lék gegn Færeyjum á dögunum.
Boðið frá Brøndby kom eftir þá leiki. Ísak Bergmann var á dögunum hjá Brighton á Englandi í slíkri heimsókn en hann missti af æfingaleik gegn Chelsea vegna veikinda í þeirri ferð.