Ótrúlegt brelluskot hjá „Binna Sig“ – vinnur hann í Lottóinu líka?

Íþróttakennarinn og fimleikaþjálfarinn Brynjar Sigurðsson er örugglega að kaupa lottómiða eða aðra slíka happdrættismiða þessa stundina.

Eins og sjá má er heppnin með Binna þessa dagana og þetta myndband segir alla söguna.

Eins og kunnugt er hefur Binni Sig farið á kostum á veraldarvefnum með skemmtilegum Instagram myndböndum og hér er það nýjasta.

Vel gert Binni – algjör grís samt.

Með þessu skoti skora ég á Sigurð Elvar @sig_elvar_1968 að sýna gamla takta. #backetball #körfubolti

A post shared by Brynjar Sigurðsson (@binnisig) on