Það eru fjölbreytt störf í boði fyrir áhugasama hjá Akraneskaupstað. Störfin eru öll auglýst á vefnum akranes.is. Ef þú ert með háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði eða góða starfsreynslu í því fagi þá er bærinn að leita eftir kerfisstjóra.
Einnig vantar kennara, þroska – eða iðkuþjálfara í Brekkubæjarskóla. Þeir sem eru með færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleika og jákvæðni ættu að skoða störf sem eru laus í Brekkubæjarskóla sem skólaliðar og í frístundarstarfinu.
Frístundamiðstöðin Þorpið er einnig að leita að öflugu og ábyrgu starfsfólki sem er tilbúið að hugsa út fyrir ramman og takast á við áskoranir.
Kerfisstjóri óskast til starfa hjá Akraneskaupstað
Laus störf í frístundamiðstöðinni Þorpinu