Ragnheiður skrifaði jólasmásögu fyrir Samgöngustofu

Ísak Örn Elvarsson skrifar:

„Ég byrjaði að skrifa eftir að ég las fyrstu bókina mína 5 ára,“ segir Ragnheiður Helga Sigurgeirsdóttir nemandi í Grundaskóla við skagafrettir.is. Ragnheiður skrifaði nýverið smásögu sem notuð er notuð á vefnum umferd.is sem jólasmásaga.

„Mér fannst þetta létt verkefni og það tók mig rúma 3 daga að klára að skrifa söguna. Ég hef skrifað mjög margar sögur alveg frá 2 bls. upp i 30 bls. Engar í uppáhaldi hjá mér en auðvitað eru sögurnar betur skrifaðar núna í dag heldur en þær voru þegar ég var að byrja.“

Ragnheiður viðurkennir að það hafi verið erfitt að sýna öðrum hvað hún var að skrifa til þess að byrja með.
„Já mér finnst það erfitt en sérstaklega þegar ég er að vinna í bókinni minni og fólk stendur fyrir aftan mig og les, þá stoppa ég að skrifa.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Ég vakna oftast kl. 6, fer í ræktina síðan skólann, kem heim og vinn í bókinni. Síðan fer ég í vinnu. Er komin úr vinnu um 19 og borða kvöldmat, geri heimavinnuna og fer að sofa.“

Hvað er skemmtilegast við að skrifa?
„Maður getur gert og farið hvert sem er. Sögurnar eru síðan túlkaðar mismunandi af lesendum og stundum allt öðruvísi en ég skrifaði textann.“

Framtíðardraumarnir varðandi skrif?
„Mig langar að gefa út bók í byrjun 2018.“

Hvaða áhugamál hefur þú?
„Mér finnast gaman í ræktinni, læra og auðvitað skrifa.“

Ertu hjátrúarfull? Ef svo er hvernig?
„Ég er ekki hjátrúarfull en persónur í sögum hjá mér eru það oft.“

Staðreyndir:
Nafn: Ragnheiður Helga Sigurgeirsdóttir.
Aldur: 15 ára.
Skóli: Grundaskóli.
Bekkur: 10 HDG.
Besti maturinn: Ekkert sérstakt.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin: Red Hot Chilli Peppers.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarspþættir)
Scorpion og Big Mouth.

Ættartréð:

Foreldrar Ragnheiðar eru Aldís Ýr Ólafsdóttir og Sigurgeir Viktorsson.
Systkini hennar eru Viktor (5 ára) og Salóme (2 ára).

Með því að smella á myndin hér fyrir neðan er hægt að skoða jólasmásöguna hennar Ragnheiðar.