Lindex og Team Rynkeby styrkja gott málefni

Á dögunum gengu Guðmundur S. Jónsson og Albert Þór Magnússon frá samningi vegna styrkveitingar Lindex til Team Rynkeby.

Lindex verður með samningnum Gullstyrktaraðili liðsins og gengur 400 þús. kr. styrkur, sem tengdur er vel heppnaðri opnun Lindex á Akranesi, óskertur til Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna .

Styrkurinn felur í sér að merki Lindex mun verða á hjólatreyjum og aðstoðarbílum Team Rynkeby Íslands þegar liði hjólar frá Danmörku til Parísar í byrjun júlí 2018.

Leiðin er um 1300 km sem liðið hjólar allt til styrktar krabbameinssjúkum börnum á Íslandi.

Liðsmenn Team Rynkeby Ísland eru hæstánægð með að Lindex á Íslandi bætist í flottan hóp þeirra fyrirtækja sem styrkja verkefnið.

Myndin, sem tekin er fyrir utan verslun Lindex við Dalbraut 1, Akranesi, er tekin við undirritun styrktarsamnings milli Lindex á Íslandi og Team Rynkeby Ísland. 

Frá vinstri eru Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi, Guðmundur S. Jónsson og Guðrún Sigríður Gísladóttir, liðsmenn Team Rynkeby Ísland.