Vitarnir á Breiðinni á Akranesi eru með mikið aðdráttarafl. Ljósmyndarar víðsvegar úr heiminum koma þar reglulega til þess að taka myndir af vitunum og vinsældirnar aukast með hverju árinu sem líður.
Skagamaðurinn Björn Lúðvíksson birti þessa mynd af vitanum þann 9. desember s.l. á fésbókarsíðunni Akranes ljósmyndir.