Þrír iðkendur úr ÍA, Fimleikafélagi Akraness, voru valdir í úrvalshóp vegna Evrópumóts landsliða í hópfimleikum sem fram fer á næsta ári. Þar að auki eru fjórir Skagamenn sem æfa með Stjörnunni í úrvalshóp karla í þessu úrtaki.
Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar þeir sem komust áfram koma frá 8 félögum. Lokahópurinn verður valinn um miðjan maí á næsta ári. Stúlkurnar úr ÍA, FIMA, heita Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir, Guðrún Julianne Unnarsdóttir og Valdís Eva Ingadóttir eru í úrvalshópnum og er þetta í fyrsta sinn sem stúlkurnar fá slíkt tækifæri.
Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir
Valdís Eva Ingadóttir
Guðrún Julianne Unnarsdóttir
Í úrvalshópi karla eru fjórir Skagamenn, Logi Örn Axel Ingvarsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson, Guðjón Snær Einarsson, og Guðmundur Kári Þorgrímsson.
Guðjón Snær Einarsson.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson.
Lárus Örn Ingvarsson.
Guðmundur Kári Þorgrímsson.