Þrír Skagamenn í landshópnum sem fer til Indónesíu

Þrír Skagamenn eru í landsliðshóp Íslands sem mætir Indónesíu í vináttulandsleikjum í knattspyrnu karla 10. og 14. janúar 2018.  Margir nýliðar eru í hópnum og þar sem að ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða er hópurinn talsvert breyttur. Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad), Björn Bergmann Sigurðarson (Molde) og Arnór Smárason (Hammarby) eru í hópnum en þeir eru allir fyrrum leikmenn ÍA.

Indónesía er að undirbúa sig fyrir Asíuleikana á næsta ári þar sem U23 ára lið keppa. Líklegt er að U23 ára liðið spili fyrri leikinn gegn Íslandi en seinna liðið verði blanda úr aðalliðinu úr U23 ára liðinu. Leikirnir fara fram á aðalleikvangi Indónesíu sem tekur 88 þúsund manns í sæti.

Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Anton Ari Einarsson (Valur)
Fredrik Schram (Roskilde)

Varnarmenn:
Jón Guðni Fjóluson (Norrköping)
Ragnar Sigurðsson (Kazan)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Viðar Ari Jónsson (Brann)
Böðvar Böðvarsson (FH)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)

Miðjumenn:
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Aron Sigurðarson (Tromsö)
Mikael Anderson (Venssyssel)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Arnór Smárason (Hammarby)

Sóknarmenn:
Óttar Magnús Karlsson (Molde)

Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Kristján Flóki Finnbogason (Start)

Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad)