Fjölmenni á vel heppnaðri Jólagleði í Garðalundi

Fjölmenni mætti á Jólagleðina sem fram fór s.l. föstudag í Garðalundi á Akranesi. Þetta er í annað sinn sem Jólagleðin fer fram og tókst viðburðurinn gríðarlega vel.

Veðrið lék við gesti og sannkölluð töfrastemning myndaðist í Garðalundi þetta kvöld. Kveikt var á ljósunum hans Gutta og Jólasveinar og ýmsar furðuverur glöddu gestina sem voru á öllum aldri.

Jónas Ottósson tók þessar myndir sem voru birtar á fésbókarsíðu Jólagleðinnar.