Badmintonmaður ársins: Brynjar Már Ellertsson

Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.

Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:

Brynjar Már er fæddur árið 2001 og æfir badminton með Badmintonfélagi Akraness. Brynjar Már stóð sig vel á árinu. Hann komst oft í undanúrslit og úrslit á mótum. Hann er í æfingahópum unglingalandsliðsins og er í Framtíðahópi Badmintonsambands Íslands.

Brynjar Már fór með U17 landsliðinu til Slóveníu í sumarskóla Badminton Europe.

Brynjar Már er á afreksbraut FVA í vetur. Hann mætir vel á æfingar og leggur sig alltaf fram. Hann er reiðubúinn að leggja til vinnu fyrir félagið þegar á þarf að halda, hann er góður liðsmaður.

Það verður gaman að fylgjast með Brynjari Má næstu misserum, því hann ætlar sér að ná langt í íþróttinni og vera fyrirmynd fyrir krakka af Skaganum.

Brynjar Már Ellertsson.

 

Brynjar Már Ellertsson.

Helstu afrek Brynjars Má á Íslandi á árinu

  • 2. sæti í tvenndarleik í U17 á Íslandsmóti unglinga.
  • Íslandsmeistari í tvenndarleik í B flokki fullorðinna.
  • 2. sæti í tvíliðaleik í B flokki fullorðinna á Meistaramóti Íslands.
  • Hluti af liði ÍA og UMF Skallagríms sem endaði í 2. sæti B deildar á Íslandsmóti félagsliða.
  • Brynjar keppti á 13 mótum innanlands á árinu. Hann komst 8 sinnum í úrslit og sigraði 4 sinnum og endaði 4 sinnum í 2. sæti.
  • Brynjar Már tók þátt í fyrsta skipti á Iceland International, alþjóðlegu móti sem haldið er í Reykjavík og er hluti af RIG og mótaröð Badminton Europe.Helstu afrek Brynjars Má erlendis á árinu

Brynjar Már fór til Færeyja, Svíþjóðar og Danmerkur á árinu til að taka þátt í mótum. Í Færeyjum endaði hann í 2. sæti í einliðaleik U17/19. Hann spilaði vel á mótunum úti og fékk mikilvæga reynslu. Brynjar Már spilar í U17/19 flokki í unglingaflokkum og í A flokki fullorðinna. Hann er meðal 10 bestu í bæði unglingaflokki og fullorðinsflokki.