Ótrúlegt afrek fjögurra sona Bjarneyjar Jóhannesdóttur er í fimmta sæti yfir mest lesnu fréttir ársins á skagafrettir.is. Fréttin var skrifuð í lok mars á þessu ári og þar segir frá því þegar Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir A-landslið Íslands í fótbolta. Tæplega 3000 lásu fréttina á sínum tíma.

Hálfbræður Björns eru þeir Bjarni Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Þórður Guðjónsson sem allir voru landsliðs- og atvinnumenn. Þeir skoruðu jafnframt allir í landsleik og eru þeir því orðnir fjórir bræðurnir með landsliðsmörk á ferlinum, sem verður að teljast einstakt.
Björn Bergmann Sigurðarson er sonur þeirra Sigurðar Haraldssonar og Bjarneyjar Jóhannesdóttur – en hún er móðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar. Bjarney á því alla þessa fjóra leikmenn sem hafa skorað fyrir A-landslið Íslands.
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/25/otrulegt-afrek-fjogurra-sona-bjarneyjar-hafa-allir-skorad-fyrir-island/