Fréttir ársins 2017: Viðtal við Bakir í þriðja sæti

Við höldum áfram að telja niður mest lesnu fréttir ársins 2017. Viðtal við Bakir Anwar Nassar frá því í janúar á þessu ári var þriðja mest lesna frétt ársins 2017. Bakir er fæddur árið 1997 í Írak. Hann kom hingað til lands með móður sinni og tveimur systkinum í september árið 2008.

Bakir eins og hann ávallt kallaður hefur vakið athygli fyrir góðan námsárangur og hann er einnig efnilegur framherji í knattspyrnunni. Bakir „rúllaði“ upp stúdentsprófinu af náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands og fékk m.a. verðlaun fyrir ástundun og framfarir í námi sínu.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/01/13/menn-hlaegja-stundum-ad-vitleysunni-i-mer/