Myndasyrpa: Gamlárshlaup ÍA 2017

Tæplega 200 manns tóku þátt í Gamlárshlaupi ÍA sem fram fór í dag. Að venju var hitað upp á Akratorginu og skotið var upp flugeld til þess að hefja hlaupið. Keppt var í tveimur vegalengdum, 2 km. og 5 km. og komu systkinin Sunna Sigurðardóttir og Arnór Sigurðsson fyrst í mark. Sunna í 2 km. hlaupinu og Arnór í 5 km. hlaupinu.

Eins og sjá  má á myndunum hér fyrir neðan var glatt á hjalla hjá þeim sem tóku þátt. Margir voru í búningum og settu svip sinn á hlaupið sem var fyrir flesta skemmtiskokk. Veðrið lék við hlauparana sem voru á öllum aldri eins og sjá má á þessum myndum frá skagafrettir.is.

 


x