Knattspyrnukona ársins: Bergdís Fanney Einarsdóttir

Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.

Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:

Bergdís Fanney er fædd árið 2000 og æfir með Knattspyrnufélagi ÍA. Bergdís spilaði vel með ÍA í sumar, var burðarliður í meistaraflokki og skoraði 10 mörk í 25 leikjum. Hún var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA sumarið 2017.

Bergdís Fanney hefur einnig stimplað sig vel inn í yngri landslið Íslands í sínum aldursflokkum, fyrst í U17 og svo í U19 og lék samtals sjö landsleiki á árinu og skoraði eitt mark. Bergdís Fanney er metnaðarfull knattspyrnukona og er ungum iðkendum félagsins góð fyrirmynd.

Hér á Skaganum lék Bergdís 25 leiki fyrir meistaraflokk kvenna í öllum keppnum og skoraði í þeim 10 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sannað sig sem einn mikilvægasti leikmaður ÍA.  Hún lék einnig þrjá leiki fyrir 2. flokk kvenna sem varð í öðru sæti B-liða á Íslandsmótinu í sumar.
Hún lék alls 28 leiki fyrir ÍA á árinu.

Bergdís Fanney lék fjóra leiki með U17 ára landsliði Íslands og skoraði eitt mark. Einnig lék hún þrjá leiki með U19 landsliði Íslands í undankeppni EM og skoraði þar eitt mark og aðstoðaði liðið við að komast áfram í milliriðil fyrir EM2018.

Bergdís Fanney hefur sýnt stöðugleika í sínum leik sem sýnir sig best í því að hún hefur stimplað sig vel inn í landsliðshópa yngri landsliðanna, fyrst U17 og svo nú U19.