Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.
Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:
Valdís Þóra Jónsdóttir er kylfingur ársins 2017. Hún er fædd árið 1989 og spilar golf með Golfklúbbnum Leyni. Valdsís er Íslandsmeistari í höggleik í golfi 2017, margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis, einn fremsti kylfingur meðal kvenna til margra ára og nú atvinnumaður í golfi.
Valdís Þóra hefur allt frá unglingsaldri verið með skýr markmið sem hún hefur unnið markvisst eftir hvort sem er með æfingar í huga, Íslandsmeistaratitla, þátttöku í landsliðsverkefnum og nú sem atvinnukona í golfi.
Valdís Þóra tryggði sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu í lok árs 2016 og með góðum árangri tryggði hún áframhaldandi keppnisrétt í Evrópu LET mótaröðinni keppnistímabilið 2018.
Valdís endaði keppnistímabilið á því að verða í 2.sæti á LET móti á Spáni og í 3.sæti á LET móti í Kína. Valdís Þóra keppti á US Open og varð þar með fyrstu Íslendingum til að keppa á risamóti í kvennagolfi.
Valdís Þóra varð Íslandsmeistari í golfi en Íslandsmótið var haldið hjá Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði í júlí s.l.
Hún tók þátt í tveimur GSÍ mótum sem voru þátttaka í Íslandsmóti golfklúbba sem haldið var á Akranesi og áður nefndu Íslandsmóti í golfi sem var haldið hjá Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði.
Valdís Þóra spilaði erlendis keppnistímabilið 2017 á LET mótaröðinni sem er sterkasta mótaröð kvenna í Evrópu og einnig LET Access mótaröðinni sem er önnur sterkasta mótaröð kvenna í Evrópu. Árangurinn var góður því Valdís endaði keppnistímabilið á því að enda í 2. sæti á LET Access móti á Spáni og svo undir lok tímabilsins endaði hún í 3. sæti á LET móti í Kína.
Valdís Þóra keppti á US Open um mitt sumar og varð þar með einn af fyrstu Íslendingunum til að keppa á einu af risamótunum í kvennagolfi. Valdís Þóra tryggði sér með góðum árangri 2017 áframhaldandi keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu keppnistímabilið 2018.