Körfuknattleiksmaður ársins: Jón Orri Kristjánsson

Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.

Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:

Jón Orri Kristjánsson er körfuknattleiksmaður ÍA 2017. Jón er er fæddur árið 1983 og spilaði stórt hlutverk í körfuknattleiksliði ÍA sem lék í 1. deildinni leiktíðina 2016/2017. Á leiktíðinni skoraði hann um níu stig í leik, tók níu fráköst og var með 16,6 í heildar framlag sem var það 14. hæsta í allri deildinni.

Jón Orri er einnig fyrirliði liðsins og þar er hlutverk hans ekki síður mikilvægt, öll lið, sama í hvaða deild þau spila, vilja hafa einn Jón Orra í klefanum. Hann lætur menn heyra það þegar þess er þörf en á sanngjarnan hátt og hvetur alla áfram í kringum sig, enda metnaðarfullur maður. Hann er því gríðarlega mikilvægur fyrir liðið enda góður karakter og íþróttamaður í alla staði.