Tryggvi Haraldsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark fyrir Ísland í 6-0 sigri liðsins gegn Indónesíu í dag. Skagamaðurinn skoraði fjórða mark leiksins á 68. mínútu en allir markaskorarar Íslands í dag voru að setja sitt fyrsta A-landsliðsmark á ferlinum. Markið hans Tryggva má sjá hér fyrir neðan.
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, skoraði fyrsta markið í sínum fyrsta landsleik og staðan var 1-0 í hálfleik. Kristján Flóki Finnbogason bætti við öðru marki í upphafi síðari hálfleik. Þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var leikurinn stöðvaður vegna þrumuveðurs.
Óttar Magnús Karlsson bætti við þriðja markinu á 65. mínútu, Tryggvi skoraði fjórða markið á 68., og varnarmennirnir
Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson bættu síðan við mörkum á lokakaflanum.
Liðin mætast á ný á sunnudaginn í Indónesíu.