Framúrskarandi fyrirtækjum á Akranesi fjölgar á lista Creditinfo

Í dag var birt ítarleg samantekt í Morgunblaðinu um Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Alls komust 868 fyrirtæki á listann og eru 16 fyrirtæki frá Akranesi á þessum lista. Það er ekki sjálfgefið að komast inn á listann Framúrskarandi fyrirtæki enda strangar kröfur gerðar af hálfu Creditinfo við matið. Einungis um 2,2% fyrirtækja uppfylla þau skilyrði. Listinn er samstarfsverkefni Morgunblaðsins og Creditinfo. 

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
• Ársreikningi skilað á réttum tíma
• Lánshæfisflokkur er 1-3
• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
• Eignir a.m.k. 90 m.kr. árið 2016 og 80 m.kr. 2015 og 2014

Listanum er raðað í lækkandi röð eftir ársniðurstöðu í ársreikningi 2016.
Allar tölur eru umreiknaðar í íslenskar krónur.

65. sæti:
Spölur ehf. Akranesi / Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri.
Eignir: 4.603.235 millj. kr.
Eigið fé: 2.549.935 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 55,39%

120. sæti:
Sementsverksmiðjan ehf. Akranesi / Gunnar Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri.
Eignir. 644.108 millj. kr.
Eigið fé. 552.642 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 85,80%

129. sæti:
Skaginn hf. Akranesi / Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri.
Eignir: 1.798.573 millj. kr.
Eigið fé: 529.523 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 29,44%

193. sæti:
Vignir G. Jónsson ehf. Akranesi / Eiríkur Vignisson framkvæmdastjóri.
Eignir:1.699.151 millj. kr.
Eigið fé: 845.108 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 49,74%

258. sæti:
Bjarmar ehf. Akranesi / Ingimar Magnússon framkvæmdastjóri.
Eignir:  258.430 millj. kr.  
Eigið fé: 111.889 millj. kr.  
Eiginfjárhlutfall: 43,30%

331. sæti:
Norðanfiskur ehf. Akranesi / Sigurjón Gísli Jónsson framkvæmdastjóri.
Eignir: 602.060 millj. kr.
Eigið fé: 422.400 millj. kr.  
Eiginfjárhlutfall: 70,16%

350. sæti:
Þorgeir & Ellert hf. Akranesi / Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri.
Eignir: 433.636 millj. kr.
Eigið fé: 267.662 millj. kr.  
Eiginfjárhlutfall: 61,73%

352. sæti:
Akraberg ehf. Akranesi Útgerð smábáta /  Bjarni Friðrik Bragason framkvæmdastjóri.
Eignir: 574.141 millj. kr.  
Eigið fé: 236.728
Eiginfjárhlutfall: 41,23%

538. sæti:
Straumnes ehf. rafverktakar Akranesi / Ellert Rúnar Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Eignir: 98.512
Eigið fé: 39.711
Eiginfjárhlutfall: 40,31%

564. sæti:
Runólfur Hallfreðsson ehf. Akranesi / Útgerð fiskiskipa / Gunnþór Björn Ingvason framkvæmdastjóri.
Eignir: 1.856.869 millj. kr.
Eigið fé: 1.338.917 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 72,11%

604. sæti:
Skagaverk ehf. Akranesi / farþegaflutningar / Gunnar Þór Garðarsson framkvæmdastjóri.
Eignir: 201.987 millj. kr.
Eigið fé: 135.259 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 66,96%

651. sæti:
Meitill – GT Tækni ehf. Akranesi / Bolli Árnason framkvæmdastjóri
Eignir: 660.233 millj. kr.
Eigið fé: 284.355 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 43,07%

673. sæti:
Klafi ehf. Akranesi / þjónusta tengd flutningum / Smári Viðar Guðjónsson framkvæmdastjóri.
Eignir: 162.533 millj. kr.  
Eigið fé: 69.174 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 42,56%

728. sæti:
Trésmiðjan Akur ehf. Akranesi  / Halldór Stefánsson framkvæmdastjóri.
Eignir: 167.783 millj. kr.
Eigið fé: 127.779 millj. kr.  
Eiginfjárhlutfall: 76,16%

786. sæti:
Eiður Ólafsson ehf. Akranesi / Útgerð smábáta / Eiður Ólafsson framkvæmdastjóri
Eignir: 120.369 millj. kr.
Eigið fé: 77.053 millj. kr.
Eiginfjárhlutfall: 64,01%

797. sæti:
Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. Akranesi / Guðmundur Reynir Jóhannsson framkvæmdastjóri.
Eignir: 206.441
Eigið fé: 67.071
Eiginfjárhlutfall: 32,49%