Frábær mæting á bingókvöld í Grundó

Útskriftanemar í 10. bekk Grundaskóla stóðu fyrir glæsilegu bingókvöldi s.l. miðvikudag. Óhætt er að segja að mætingin hafi farið fram úr björtustu vonum nemenda og þeirra sem sáu um skipulagningu.

Um 400 þúsund kr. söfnuðust í útskriftarsjóð 10. bekks en þau ætla sér safna minningum í Þórsmörk í maí. Aðsóknin var gríðarleg eins og áður segir.

Um 250 gestir mættu á bingókvöldið og prenta þurfti fleiri bingóspjöld á staðnum og allar veitingar í veitingasölunni kláruðust.

Guðrún Ágústa Káradóttir fékk stærsta vinning kvöldsins. Í pakkanum var m.a. málverk eftir Bjarna Þór, Inklaw peysa, gjafabréf frá Ozone, Smáprent, Metro, Sushi Social, dagpassi í Bláfjöll, 1000 bita púsluspil frá Eymundsson, Areo Trax kubbar frá Nettó, púðaver frá Lagður og skafkort frá heiminum frá Rammar og Myndir.