Matthías Leó Sigurðsson heldur áfram að setja ný Íslandsmet í sínum aldursflokki í keiluíþróttinni. Matthías kepptir á Reykjavíkurleikunum og setti hann met í 6 leikjum í flokki 11-12 ára. Matthías Leó, sem er í Brekkubæjarskóla á Akranesi, náði 938 stigum í 6 leikjum.
Hann bætti met sem var áður í eigu Andra Þórs Halldórssonar úr KFR sem sett var árið 1997 eða fyrir 20 árum. Andri Þór náði 935 stigum á sínum tíma og bætti Matthías því metið um þrjá pinna eins og það kallast á keilumálinu.
Við óskum Matthíasi innilega til hamingju með árangurinn.