Sjö frá Akranesi á landsliðsæfingu í hópfimleikum

Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir, Guðrún Julianne Unnarsdóttir og Valdís Eva Ingadóttir tóku þátt á landsliðsæfingum fyrir úrvalshóp í hófimleikum um s.l. helgi. Þær eru allar úr Fimleikafélagi Akraness, ÍA, og er þetta í fyrsta sinn sem þær komast í úrvalshóp í hópfimleikum en um 100 iðkendur eru í hópnum.

Í úrvalshópi karla eru fjórir Skagamenn, Logi Örn Axel Ingvarsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson, Guðjón Snær Einarsson, og Guðmundur Kári Þorgrímsson en þeir keppa allir fyrir önnur félög í dag en FIMA.

Sjá nánar í þessari frétt:

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/12/14/thrjar-stulkur-og-fjorir-karlar-fra-skaganum-i-urvalslidi-i-fimleikum/

Áður en æfingin hófst var haldinn fræðsludagur fyrir iðkendur og foreldra þar sem verkefnið var kynnt og farið yfir helstu markmið. Unglingar fengu fræðslu um sjálfstraust og hugarþjálfun frá Dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðingi og fullorðnir fengu næringafræðslu frá Lilju Guðmundsdóttur og Thelmu Rún Rúnarsdóttur.

Æfingar fyrir unglinga fóru fram í Stjörnunni og fyrir fullorðna í Fjölni.

Alls eru 100 iðkendur í úrvalshópum og verða landslið tilkynnt í maí, að loknu keppnistímabili.

Evrópumótið í hópfimleikum fer fram í Odivelas í Portúgal á Spáni dagana 15. – 21. október 2018.

Stefnt er að því að senda fimm lið til keppni; Kvennalið, karlalið, blandað lið fulloðrinna, stúlknalið og blandað lið unglinga.