40 ára vígsluafmæli Höfða verður fagnað með kaffi og kleinum

Föstudaginn 2. febrúar verða liðin 40 ár frá því að Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili tók til starfa. Í tilefni af þeim merku tímamótum verður opið hús á Höfða þann dag á milli kl. 14 og 16. Þar gefst fólki kostur á að skoða heimilið og fá sér kaffi og kleinur í leiðinni.

Höfði er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Fyrsti áfangi Höfða var tekin í notkun þann 2. febrúar árið 1978 og sá síðari á árunum 1990-1992.

Íbúar eru 74 á Höfða, þar af 60 í hjúkrunarrýmum, 9 í dvalarrýmum 1 skammtímarými (tímabundin dvöl), auk þess sem á Höfða rekur 4 biðrými í tengslum við Landspítalann. Þá er aðstaða fyrir 20 manns í dagvistun, auk heimilisfólks.

Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir. Á Höfða er einnig félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða á starfssvæði heimilisins, en þar er rekin dagdeild. Reist hafa verið 31 raðhús fyrir aldraða og öryrkja á lóð Höfða (Höfðagrund).

Hér má lesa frétt sem var birt í Dagblaðinu í febrúar árið 1978 þegar Höfði var vígður.

Og hér er frétt úr Morgunblaðinu frá því í febrúar árið 1978.