Myndband: Hársbreidd frá stórslysi á Vesturlandsvegi

„Þetta hefði getað farið töluvert verr,“ segir Friðrik Helgi Friðriksson í samtali við mbl.is en hann var hársbreidd frá því að fá stjórnlausa bifreið framan á sig á Vesturlandsveginum um miðjan dag í gær.

Friðrik Helgi var að aka upp úr Kollafirðinum í átt til Reykjavíkur þegar atvikið átti sér stað. Bílstjórinn sem missti stjórn á bifreiðinni sakaði ekki en bifreiðin hafnaði þversum á veginum út við vegkantinn.

Friðrik seg­ir brýnt að ráðist verði í sam­göngu­bæt­ur á Vest­ur­lands­vegi sem allra fyrst til að draga úr slysa­hættu á veg­in­um.