Frábær árangur hjá sundfólki ÍA á Gullmótinu

Sundfólk úr Sundfélagi Akraness lét mikið að sér kveða á Gullmóti KR sem fram fór í Laugardalslaug um s.l. helgi. Alls voru 26 keppendur frá ÍA. Alls stungu þau sér til sunds 143 sinnum og bættu tíma sína 114 sinnum. Yngri keppendur ÍA sem eru fædd á árunum 2007-2009 voru flest að keppa í fyrsta sinn í 50 metra laug og stóðu þau sig gríðarlega vel. Þau æfa flesta daga í Bjarnalaug sem er 12,5 metrar á lengd.

Alls komust fimm keppendur frá ÍA í svokallað Super Challenge sundið sem fram fór á laugardagskvöldið. Veðrið setti reyndar strik í reikninginn og tveir keppendur skráðu sig úr leik vegna veðurs.

Brynhildur Traustadóttir var í fyrsta sæti í 15-17 ára á tímanum 30.52 ásamt Þuru Snorradóttur frá Óðni. Þær skiptust á að leiða sundið sem var gríðarlega spennandi og enduðu á hnífjöfnum tíma.

Guðbjarni Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Akranesmet á tímanum 37.86 sek. Gamla metið var frá 2007 og það átti Kristinn Gauti Gunnarsson.

Guðbjarni setti einnig nýtt Akranesmet í 100 m. flugsundi á tímanum 1.29.86, fyrra met var síðan 2017 og það átti Kristján Magnússon.

Guðbjörg Bjartey bætti tímann sinn vel í super challenge og synti á tímanum 33.94. og varð í sjöunda sæti í flokki 13-14 ára.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppni í Super Challenge á laugardagskvöldið.

Önnur úrslit :

Gull:

Brynhildur Traustadóttir 50m flugsund 15-17 ára
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 200 bringusund 13-14 ára
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100 bringusund 13-14 ára

Silfur
Sævar Berg Sigurðsson 100 bringusund open flokk
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50 bringsund open flokk
Bjarni Snær Skarðheiðinsson 200 bringsund 12 & yngri
Guðbjarni Sigþórsson 100 skriðsund 12 & yngri
Guðbjarni Sigþórsson 100 baksund 12 & yngri

Brons:

Kristján Magnússon 100 bringusund 13-14 ára
Guðbjarni Sigþórsson 50 flugsund 12 & yngri
Guðbjörg Bjartey Gudmundsdóttir 100 baksund 13-14 ára
Guðbjörg Bjartey Gudmundsdóttir 100 bringusund 13-14 ára

Boðsund:

4×100 skriðsund 13-14 ára Bjartey, Ingibjörg, Erna, Ragnheiður
4×100 fjórsund 13-14 ára Erna, Bjartey, Ragnheiður, Ingibjörg

 

Guðbjarni Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Akranesmet á tímanum 37.86 sek. Gamla metið var frá 2007 og það átti Kristinn Gauti Gunnarsson. Guðbjarni setti einnig nýtt Akranesmet í 100 m. flugsundi á tímanum 1.29.86, fyrra met var síðan 2017 og það átti Kristján Magnússon.

Bjartey, Brynhildur og Guðbjarni.
Efnilegir sundmenn úr Bjarnalauginni
Ragnheiður, Kristján og Bjartey
Upphitun hjá ÍA sem eldra sundfólkið stjórnaði.