Sundfólk úr Sundfélagi Akraness lét mikið að sér kveða á Gullmóti KR sem fram fór í Laugardalslaug um s.l. helgi. Alls voru 26 keppendur frá ÍA. Alls stungu þau sér til sunds 143 sinnum og bættu tíma sína 114 sinnum. Yngri keppendur ÍA sem eru fædd á árunum 2007-2009 voru flest að keppa í fyrsta sinn í 50 metra laug og stóðu þau sig gríðarlega vel. Þau æfa flesta daga í Bjarnalaug sem er 12,5 metrar á lengd.
Alls komust fimm keppendur frá ÍA í svokallað Super Challenge sundið sem fram fór á laugardagskvöldið. Veðrið setti reyndar strik í reikninginn og tveir keppendur skráðu sig úr leik vegna veðurs.
Brynhildur Traustadóttir var í fyrsta sæti í 15-17 ára á tímanum 30.52 ásamt Þuru Snorradóttur frá Óðni. Þær skiptust á að leiða sundið sem var gríðarlega spennandi og enduðu á hnífjöfnum tíma.
Guðbjarni Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Akranesmet á tímanum 37.86 sek. Gamla metið var frá 2007 og það átti Kristinn Gauti Gunnarsson.
Guðbjarni setti einnig nýtt Akranesmet í 100 m. flugsundi á tímanum 1.29.86, fyrra met var síðan 2017 og það átti Kristján Magnússon.
Guðbjörg Bjartey bætti tímann sinn vel í super challenge og synti á tímanum 33.94. og varð í sjöunda sæti í flokki 13-14 ára.
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppni í Super Challenge á laugardagskvöldið.
Önnur úrslit :
Gull:
Brynhildur Traustadóttir 50m flugsund 15-17 ára
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 200 bringusund 13-14 ára
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100 bringusund 13-14 ára
Silfur
Sævar Berg Sigurðsson 100 bringusund open flokk
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50 bringsund open flokk
Bjarni Snær Skarðheiðinsson 200 bringsund 12 & yngri
Guðbjarni Sigþórsson 100 skriðsund 12 & yngri
Guðbjarni Sigþórsson 100 baksund 12 & yngri
Brons:
Kristján Magnússon 100 bringusund 13-14 ára
Guðbjarni Sigþórsson 50 flugsund 12 & yngri
Guðbjörg Bjartey Gudmundsdóttir 100 baksund 13-14 ára
Guðbjörg Bjartey Gudmundsdóttir 100 bringusund 13-14 ára
Boðsund:
4×100 skriðsund 13-14 ára Bjartey, Ingibjörg, Erna, Ragnheiður
4×100 fjórsund 13-14 ára Erna, Bjartey, Ragnheiður, Ingibjörg
Guðbjarni Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Akranesmet á tímanum 37.86 sek. Gamla metið var frá 2007 og það átti Kristinn Gauti Gunnarsson. Guðbjarni setti einnig nýtt Akranesmet í 100 m. flugsundi á tímanum 1.29.86, fyrra met var síðan 2017 og það átti Kristján Magnússon.