Frænkurnar Rósa og Demi Íslandsmeistarar í Latin dönsum

Tvær stúlkur frá Akranesi náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í Latin dönsum sem fram fór um s.l. helgi. Rósa Kristín Hafsteinsdóttir varð Íslandsmeistari unglingaflokki II (14-15 ára) en hún dansar við Aron Loga Hrannarsson úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Rósa og Aron náðu að tryggja sér sæti í landsliði DSÍ með árangri sínum.

Demi van den Berg varð Íslandsmeistari í flokki 12-13 ára unglinga í meistaraflokki í Latin dönsum. Hún dansar við Aldas Zgirskis frá Dansfélag Reykjavíkur. Við óskum frænkunum og dansfélögum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.

Foreldrar Rósu eru Kristjana Jónsdóttir (Krissý) og Hafsteinn Gunnarsson. Demi van den Berg er dóttir Þóru Jónsdóttur og Machiel van den Berg. Rósa og Demi eru því náskyldar þar sem að mömmur þeirra eru systur.

Rósa og Aron eru hér efst á palli með gullverðlaunin.

Demi og Aldas eru hér efst á palli og fagna sigri.