Eva Laufey og Sigrún Ósk í aðalhluverki í nýjum dansþætti á Stöð 2

Skagakonurnar Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða í stóru hlutverki í nýjum sjónvarpsþætti sem hefur göngu sína á Stöð 2 í mars. Þær Eva Laufey og Sigrún Ósk verða kynnar í þættinum sem er íslensk útgáfa af hinum vinsæla þætti Dancing with the stars.

Í þættinum taka tíu þekktir Íslendingar þátt ásamt tíu atvinnudönsurum. Kynjahlutföllin eru jöfn, fimm konur og fimm karlar. Keppendur verða undir handleiðslu atvinnudansara og danskennara, og dettur einn keppandi út í hverjum þætti.

Selma Björnsdóttir, Karen Björk Reeve og Jóhann Gunnar Arnarsson verða í dómnefnd.

Hér má sjá umfjöllun um þættina í Íslandi í dag.