Valdís Þóra komst áfram á sterkustu mótaröð heims

Valdís Þóra Jónsdóttir, íþróttamaður ársins á Akranesi 2017, komst áfram á ISPS Handa mótinu í Ástralíu. Valdís lék fyrstu tvo hringina á pari vallar og er hún í 32. sæti þegar þetta er skrifað. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var einnig á meðal keppenda á þessu móti en hún komst ekki áfram eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á +7 samtals.

Skor keppenda er uppfært hér:

Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra og Ólafía Þórunn keppa á sama mótinu á sterkustu mótaröð heims. Þær keppa á sama móti í næstu viku á LET Evrópumótaröðinni í Ástralíu.

Það er óhætt að segja að skorkortið hjá Valdísi sé litríkt á öðrum keppnisdeginum. Hún fékk alls fimm fugla (-1), einn örn (-2), tvo skramba (+2) og þrjá skolla (+1).