Rakel og María sigruðu í Söngkeppni NFFA

Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir sigruðu í Söngkeppni NFFA sem fram fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þann 20. febrúar s.l.  Alls voru sex atriði sem lögð voru fram fyrir dómnefnd að þessu sinni. Rakel og María fluttu lagið „Emmylou“ eftir First Aid Kit en Steinar Bragi lék á gítar í þessu atriði.

Trausti Már var í öðru sæti, en hann söng „Hugarró“ eftir Magna ásamt hljómsveit. Hljómsveitina skipaði Björgvin Bragi á trommur, Logi Breiðfjörð á bassa, Edgar Gylfi á gítar, Björgvin Þór á gítar, Halla Margrét á píanó og Steinar á gítar.

Bergdís Fanney lenti í þriðja sæti, hún söng „Gefðu allt sem þú átt“, Bergdís Fanney spilaði sjálf á gítar ásamt Höllu Margréti á píanó.

Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir sigruðu í Söngkeppni NFFA ásamt Steinari.