Líf og fjör í Akraneshöfn – er risinn að vakna?

Það var líf og fjör í Akraneshöfn í gær þar sem yfir 20 tonnum var landað. Nýverið var fiskmarkaður opnaður á ný á Akranesi í samstarfi við Fiskmarkað Snæfellsbæjar. Fiskmarkaðurinn er starfræktur að Faxabraut 5.

Heimildarmaður Skagafrétta segir að mikil umferð hafi verið í Akraneshöfn í gær í veðurblíðunni. Þar var skeggrætt um aflabrögð og mið eins og gerist og gengur.

Mikil ánægja er með þróun mála og hugur í þeim sem sækja á miðinn og þeim sem verka fisk á Akranesi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir sem Alexander Eiríksson hjá Norðursýn fiskvinnslu tók við Akraneshöfn í gær.